Leiguskilmálar Kælivagn

Verð.

Dagsleiga á kælivagninum er 22.000 kr.

Helgarleiga á kælivagninum er 45.000 kr.

Vikuleiga á kælivagninum 65.000 kr.

 

  • Í helgarleigu afhendast vagnarnir frá klukkan 10 á föstudögum og skilast fyrir klukkan 12 mánudögum

  • Í dagsleigu afhendast vagnarnir frá klukkan 11 á leigudegi og skilast fyrir klukkan 10 á skiladegi.

  • Leigutaki ber ábyrgð á vagninum og búnaði hans, og skuldbindur leigutaki sig til að bæta það tjón sem verða kann á vagnium á meðan á leigutíma stendur. Ábyrgð leigutaka fellur ekki niður fyrr en leigusali hefur móttekið vagninn á umsömdum skilatíma.

  • Leigutaka býðst að kaupa kaskótryggingu  14.900 kr.

  • Sjálfsábyrgð leigjanda er allt að 100.000 kr.

  • Kælivagninn afhendist á Bergi Ölfusi, og skal honum skilað á sama stað, hreinum að innan.

  • Sé vagninum skilað óhreinum að innan og ekki hæfur til útleigu, leggst á þrifagjald 29.800 kr.

  • Óheimilt er með öllu að skilja vagnin eftir við aðstöðu leigusala á öðrum tíma en umsömdum.

  • Óheimilt er að aka með kælivagnin um vegleysur, óbrúaðar ár, vegtroðninga, snjóskafla, ís eða aðrar vegleysur. Við þær aðstæður fellur kaskótrygging vagnsins niður, og hugsanlegt tjón þá að öllu leiti á ábyrgð leigutaka.

  • Ökutæki þarf að hafa viðurkenndan tengibúnað fyrir vagninn.

  • Reykingar og allt dýrahald eru með öllu bannað í kælivagninum. 

  • Hafi leigutaki einhverjar kvartanir fram að færa varðandi kælivagninn skal hann koma þeim á framfæri við leigusala við upphaf leigutíma og til viðkomandi félags, og gefa leigusala færi á að gera úrbætur.

  • Geti Bergvagnar ekki afgreitt pöntun á leiguvagni vegna óviðráðanlegra aðstæðna, að Leiguvagn hafi orðið fyrir tjóni og ekki reynst  leiguhæfur eða verið stolið, greiða Bergvagnar staðfestingargjald að fullu til baka.