Viðskiptaskilmálar

Bergvagnar ehf

Bergi, 810 Ölfusi

Sími 8976871

Kt: 640124 - 1050

info@bergvagnar.is

 

EFTIRFARANDI VIÐSKIPTASKILMÁLAR GILDA Í VERSLUN OG VEFVERSLUN BERGVAGNA:

Almennt um smásöluviðskipti gilda ákvæði laga um lausafjárkaup og eftir atvikum lögum um neytendakaup.

 

Lög um lausafjárkaup https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000050.html

Lög um neytendakaup nr. 48/2003

Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000

ÁBYRGÐIR NÝRRA TENGIVAGNA:

Ábyrgðir nýrra létthýsa/tengivagna sem Bergvagnar selja er í samræmi við ákvæði laga um lausafjárkaup og eftir atvikum lögum um neytendakaup og er því í aðalatriðum þannig að kaupandi hefur rétt til þess að bera fram kvörtun um galla á ferðavagninum í allt að tvö ár eftir afhendingu.

  

Athugið að ekki er um galla að ræða ef skemmdin er af völdum þess hvernig ekið er með létthýsi/tengivagn eða ef farið er utanvegar með létthýsi/tengivagn. Létthýsi/tengivagnar eru ekki hönnuð fyrir akstur á torfærum svæðum. Athugið sérstaklega að aka hægt og varlega með létthýsi/tengivagn yfir hraðahindranir. Akið ekki yfir hámarkshraða með létthýsi/tengivagn, því skemmdir af völdum hraðaksturs telst ekki galli.

 

Vakin er athygli á að skemmdir af sökum ofhleðslu telst ekki vera galli. Mikilvægt er því að taka tillit til þess aukabúnaðar er settur hefur verið á eða í létthýsi/tengivagn í samræmi við leyfða heildarþyngd. Skemmdir sökum slælegs viðhalds og þjónustu telst ekki vera galli.

  

SKILARÉTTUR Á VÖRUM:

Hægt er að skila eða skipta vöru úr verslun og vefverslun innan 15 daga frá kaupum gegn framvísun kvittunar eða reiknings. Einnig skal varan vera í upprunalegum umbúðum.

 

Ef varan er ekki til í verslun, er uppseld eða ekki lengur í vöruframboði er varan tekin inn á því verði sem hún var seld. Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu.

 

Við vöruskil er mögulegt að:

 

Fá aðra vöru í skiptum.

Bakfæra upphæð inn á kreditkort viðkomandi hafi varan verið greidd með því korti.

Bakfæra upphæð inn á debetkort viðkomandi ef vöruskil eru samdægurs og verslað var og greitt var með viðkomandi debetkorti.

Vörur eru ekki endurgreiddar með peningum.

Nánari upplýsingar í síma 8976871 eða senda tölvupóst á  info@bergvagnar.is

 

RAFRÆN VIÐSKIPTI:

Bergvagnar, sem seljandi vöru, áskilur sér rétt að falla frá sölu og hætta við pantanir ef upp koma villur í skráningu á upplýsingum um vöru af hálfu seljanda. Á þetta við svo sem vegna rangra verðupplýsinga eða annara mistaka sem seljandi kann að hafa gert við skráningu á upplýsingum um verð og eiginleika vöru hvort sem þær villur eru augljósar eða ekki. Þá áskilur seljandi sér rétt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara. 

 

 GREIÐSLA Í VEFVERSLUN:

Í vefverslun Bergvagna er tekið við almennum greiðslukortum. Greiðslan fer fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Meðferð kortaupplýsinga og greiðslna fer í gegnum örugga þjónustu hjá .

 

NETVIÐSKIPTI:

Eftirfarandi viðbótarskilmálar gilda um netviðskipti gegnum www.bergvagnar.is:

 

Kaupandi þarf að vera orðinn 16 ára til að versla í netverslun.

Við móttöku vöru ber kaupanda að yfirfara vöruna og kanna hvort hún er í samræmi við pöntun og sé óskemmd.

Kaupanda ber að gera athugasemdir og senda inn kvörtun innan 15 daga frá afhendingu vörunnar sé þess þörf.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR:

Bergvagnar meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu bergvagnar.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga á hverjum tíma.

 

VIÐSKIPTASKILMÁLARNIR GETA BREYST ÁN FYRIRVARA.